Til hamingju Ísland eđa hvađ!

Ég hef áđur bent á fína hugmynd sem vćri ein allherjar lausn fyrir ţjóđ á vonarvöl.  Hugmyndin krefđist lítillar orku, nema í  nokkrar tölvur og rússaperur, engin sjónmengun eđa lítil og MASSAGRÓĐI. Svo mikill ađ allir gćtur keypt sér villur á sólarströnd, snekkjur og einkaţotur. Ég skil ekki af hverju í andskotanum viđ erum ađ skíta niđur ţessum agalegu álverkssmiđum og eyđileggja fjöll og náttúruundur međ vikjanagerđ, ţegar viđ getum međ einu símtali til W. Runna og Pútíns gert samning um geymslu alls kjarnorkuúrgangs djúpt í harđklöppinni fyrir austan. Ţá vćri nú vit í ađ slá upp veislu.


mbl.is Álveriđ á Reyđarfirđi opnađ í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Súrrealískir tangóspilarar

Ég fór á tónleika međ Frenandez Fierro 12 manna tangóbandi frá Argentínu sem var eitt af ađalnúmerunum okkar á AIM festival www.aimfestival.is  Ég hafđi heyrt í gaurunum áđur, séđ međ ţeim myndbönd frá tónleikum og frábćra heimildamynd um hópinn sem sýnd var á RUV ekki fyrir löngu. En allt ţetta bliknađi viđ hliđ upplifunarinnar í gćr. Ţessi hópur ungra tangópönkara fór alveg međ mig, ţví líkur ógnar kraftur og tilfinningahiti. Međ stórskemmtilegan söngvara í broddi fylkingar, lék ţessi einkennilega útlítandi götustrákahópur, sem hefur markađ spor sín í tónlistarheiminn međ svo afgerandi hćtti, međ tilfinningar mínar og annarra tónleikagesta enda átti ekki ađ sleppa ţeim fyrr en í fulla hnefana. Gerist vart betra.

Upp upp mín sál

Ég átti orđiđ erfitt međ ađ sitja kyrr undir lok tónleikanna í kvöld, sem voru eins og dóttir mín myndi segja „geđveikir, eđa gett góđir“  Til ađ byrja međ Tommi R međ frábćrt stórband skipađ toppmönnum ... ćđileg grúppa og flottar tónsmíđar. Allt ćtlađi af göflunum ađ ganga eftir hvert lag. Mér varđ á ađ hugsa ađ trúlega vćri ekki neitt auđhlaupaverk ađ taka viđ af ţessu súperbandi en áhyggjur mínar hurfu viđ fyrsta tón hjá tríói Hilario Duran. Ć ég held ég láti bara vera ađ segja meira, ţađ yrđi of langt  ... en mikiđ vildi ég ađ ţiđ hefđuđ veriđ međ mér í kvöld og upplifađ galdurinn. En bara nćsta ár. Ég lofa ennţá meiri veisluhöldum, slć ekki af, gef ekkert eftir og hćtti ekki fyrr en ţiđ leggiđ á hestana og ríđiđ norđur. Ţiđ getiđ sungiđ á leiđinni „aldrei ćtlađi ég norđur “ 


Lítill er heimurinn

Eftir vel heppnađa tónleika međ félögum mínum í gćrkvöldi hitti ég jasspíanistann Hilario Duran , bassaleikarann Roberto Occhipinti og trommarann Mark Kelso sem heiđruđu okkur međ nćrveru sinni en ţeir eru leika á 1929 í kvöld ásamt Tómasi R og kúbubandinu hans. Hilario er sjálfur frá Kúbu en er búsettur í Kanada og ţađan eru einnig međspilarar hans. Hann er margverđlaunađur jazzpíanisti sem lék í hljómsveit Arturo Sandoval í fjölda ára. Hann hefur einnig leikiđ međ gođsögnum eins og Dizzy Gillespie og Michael Legrand. Ég rifjađi upp dvöl mína í London í kringum 1980 en ţá endađi hver dagur hjá mér međ ferđ á Ronnie Scott jassklúbbinn. Og ég var heppinn ađ heyra í Winston Marsalis ţá nýskriđnum útúr Juliard međ aldeilis geggjađ jassband en Winston lagđi síđan heiminn ađ fótum sér og er í dag án ţess ađ á nokkurn sé hallađ ókrýndur konungur tropetsins, jass - og klassísku deildarinnar. Svo voru ţađ Kúbanskir jassistar sem gerđu allt vitlaust, stórt band međ hreinum og klárum virtuosum í hverju sćti ţ.á.m. Hilario Duran og Arturo Zandoval sem flúđi Kúbu stuttu seinna. Ég hitti Hilario áđan niđrá tónleikastađnum ţar sem hann var ađ hita sig upp. Og ţvílíkar upphitanir ... en hvađ um ţađ heimurinn er lítill og tónlist hrífur hrifnćma hvađan sem hún kemur. Kúbutónlist í kvöld á einum stađ og toppliđ úr heimspoppinu á öđrum. Annađ kvöld Argentískur megatangó.


Annađ kvöld verđur taliđ í AIM festival 2007

Ţađ er skemmtileg helgi framundan hjá mér. Alţjóđlega tónlistarhátiđin á Akureyri, AIM festival 2007 www.aimfestival.is  hefst annađ kvöld. Ţađ verđur blúsađ og rokkađ á ţremur stöđum í bćnum og ţađ er viđ hćfi ađ mörlandinn hefji leikinn. Ég fć ađ vera međ annađ kvöld ţví Blús Kompaníiđ ásamt Hrund Ósk Árnadóttur kemur fram á 1929 ásamt Mó sem er Akureyrískt band sem leikur íslensk ţjóđlög í rokkađri útfćrslu.  Á föstudagskvöld verđur annarsvegar mikil jazzveisla, kúbuskotin og ađalnúmeriđ er kúbanski píanóleikarinn Hilario Duran ásamt hljómsveit og  Tómas R ásamt stórbandi hitar upp fyrir kappann. Á öđrum stađi í bćnum verđur ţýska útgáfan Morr music međ sérstakt kvöld međ innlendum og erlendum böndum, ţar á međal Benna Hemm Hemm sem nýlega gerđi samning viđ útgáfuna. Laugardagskvöldiđ verđur svo tileinkađ Fernandez Fierro 12 manna stórkostlegu tangóbandi frá Argengtínu. Ég hef fylgst međ ţeim um nokkra ára skeiđ og ţvílik hljómsveit. Svo lokum viđ hátíđinni á sunnudag međ Sinfóníuhljómsveit Norđurlands, en einleikari međ henni verđur harmonikkusnillingurinn Tatu Kantoma. Ţađ spáir bongóblíđu um helgina á Norđurlandi ţannig ađ ţađ er upplagt ađ heimsćkja okkur norđur, hlusta á tónlist frá öllum heimshornum, grilla, fara í sund og fá sér Brynjuís.

síjú

 


Hvenćr verđ ég spurđur?

Tónlistarmenn eru flytjendur og höfundar, hvorugur getur án hins veriđ. Reyndar eru höfundar oft flytjendur ađ eigin efni en ţó er hitt algengara höfundar ţurfi flytjendur ađ tónsmíđum sínum. STEF hefur séđ um höfundrréttarmál en FÍH um réttindi flytjenda. Einn allra ţekktasti lögfrćđingur landsins sem skođađi flytjendarétt fyrir mig fyrir nokkrum árum sagđi mér blákalt ađ réttindamál flytjenda vćru á steinaldarstigi. Ég held ađ síđustu fréttir um fyrirtćkiđ tonlist.is segi ofurlitla sögu af stöđu flytjenda.

Stefán Hjörleifsson sem stofnađi tonlist.is var styrktur af hagsmunasamtökum flytjenda og höfunda til ađ koma tonlist.is á koppinn en seldi svo afkvćmiđ Senu fyrir vćna fúlgu og sjálfan sig međ. Ég hef oft spurt mig ađ ţví hvernig ţađ megi vera ađ ég sé inná ţessum grunni međ megniđ af ţví efni sem ég hef flutt, án ţess ađ ég hafi nokkurn tímann gefiđ leyfi fyrir slíku. Svörin sem ég fékk ţegar ég fór ađ efast um ađ rétt hafi veriđ stađiđ ađ málum voru ţau ađ yfirráđ útgefanda yfir flutningsrétti á lögunum gćfu honum rétt til ađ falbjóđa mig á vefnum. Ţetta sé síđan allt samţykkt af stéttafélaginu mínu á ţeim fosendum ađ veriđ sé ađ búa til gagnagrunn sem nýtast eigi öllum hagsmunaađilum. Hafi ţessi hugsun veriđ ţađ sem ţetta átti ađ snúast um ţá er sú forsenda fokin út um gluggann međ sölu vefsins til SENU. Ţess utan tel ég afar vafasamt ađ ţađ sé hćgt ađ ákveđa án samráđs viđ mig ađ tonlist.is bjóđi uppá afnot af mér í mánađaráskrift, ađ tonlist.is geti gefiđ mig í fríu niđurhali, eins og hefur gerst hvađ eftir annađ ef tilefni hefur veriđ til eins og afmćli fyrirtćkisins og fleiri stórviđburđir. Ég hef aldrei samţykkt neitt af ţessu, reyndar aldrei veriđ spurđur, sem er svo sem ekki nýtt í ţessum bransa.  Ţegar SENA ákvađ á sínum tíma ađ selja disk međ SS pylsupakka ţá var enginn spurđur, ţegar lög af Mannakornadiskum hafa veriđ sett á hina og ţessa safndiskana međ einkennilegum nöfum, ţá er enginn spurđur,  ţegar jólaplata Brunaliđsins Međ eld í hjarta breyttist í diskinn 11 jólalög, var enginn spurđur.

Ég hef ásamt félaga mínum Magnúsi Eiríkssyni variđ undanförnum árum í ađ fá einhverja niđurstöđu í réttindamál okkar. Sú ganga  gengur hćgt en gengur ţó. Ég fagna umrćđunni sem átt hefur sér stađ ađ undanförnu og hvet til ađ henni sé haldiđ áfram af fullum ţunga. Yfirburđa stađa eins fyrirtćkis á viđkvćmum og litlum markađi er vandmeđfariđ vald og leiđir ţví miđur til misnotkunar. Tónlistarmönnum er mismunađ eftir ţví hvar ţeir eru skráđir međ sitt efni, stjörnugjafir á tonlist.is er bara eitt lítiđ dćmi um slíka misnotkun.


Ţotuţreyttir fá lausn sinna mála međ reisn

Ţegar ég las fréttina sá ég fyrir mér fulla flugvél af fólki á Viagra ... og skömmu síđar sá ég fyrir mér ástandiđ í hamstrabúrinu. Síđan fór ég ađ hugsa - hvernig í ósköpunum duttu Argentínarnir niđur á ţessa lausn á ţotuţreytuvandanum. Eftilvill hefur prófessor úr Ţjóđarháskólanum međ riserfiđleika veriđ á leiđ međ flugi til elskunnar sinnar og úđađ í sig Viagra fyrir flug. Er ekki möguleiki á ađ Viagra geti virkađ á fleiri vandamál.


mbl.is Viagra kann ađ nýtast gegn ţotuţreytu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Smá plögg

Í fyrramáliđ í ríkissjónvarpinu    http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/?file=3463

ţessi frábćra hljómsveit frá Argentínu verđur hjá okkur á Akureyri 31 maí - 3 júní  www.aimfestival.is 


Skrýtinn fugl álftin - flýgur afturábak og veifar halanum

Ţessi frasi ćttađur frá Pétri Hofmann kemur oft uppí huga minn ţessa dagana. Satt best ađ segja ţá eru tilfinningar mínar á svipuđu flugi og álftin hans Péturs.  Eftilvill eru ţetta einhversskonar kosningatimburmenn í bland viđ ţá óljósu stöđu sem nú ríkir sem veldur ţessu. Ţar til fyrir nokkrum árum hélt ég ţví fram viđ hvern sem vildi vita, ađ engu máli skipti hvađa rassar vermdu stólanan í steinhúsinu viđ Austurvöll. Ţađ eina sem skildi ţá ađ vćru kyn rassanna, mismunandi stćrđir og ásigkomulag. 

Innst inni held ég ađ ég hafi vitađ betur og í seinni tíđ fer ég í feita fýlu útí sjálfan mig ţegar ég hendi ţessari ábyrgarlausu hugsun hins pólitíska viđrinis á loft. Um margra ára skeiđ lét ég mér útkomu kosninga litlu varđa og tengdi ţćr gjarnan viđ gott partí međ nokkurra daga ađdraganda og nokkurra daga grande finale. Ţetta partístand hafđi ţađ í för međ sér ég varđ oft ađ spyrja til vegar í hinu pólitíska landslagi ţegar veislunni lauk.  En nú eru áherslurnar skýrar og ţćr hafa fyrst og fremst međ manngildi og virđingu fyrir náttúrunni ađ gera. Ţjóđfélag sem sinnir af alúđ ţeim sem minna mega sín og fer vel međ landiđ sem ţađ hefur fengiđ ađ láni frá afkomendum sínum stendur traustum fótum. Ţjóđfélag sem einkennist af grćđgi og spillingu leiđir á endanum til glötunar. Og nú sýnist mér ađ álftin sé farin ađ fljúga um ţađ bil eins og hún á ađ fljúga. Ţ.e. afturábak og veifa halanum.


Ţjóđarsátt - ţjóđarsátt - ţjóđarsátt

Ég er kominn heim í heiđardalinn eftir bráđskemmtilega ferđ í höfuđborgina. Söng međ Palla á Nasa og fór svo heima ađ horfa á kosningasjónvarp en missti međvitund eftir ađ Guđmundur Steingríms hafđi fellt stjórnina nokkrum sinnum. Íslenskri ţjóđ óska ég til hamingju međ sigurinn í kosningunum. Allir virđast hafa unniđ stórsigur sem ţýđir ađ ţjóđin er sigurvegarinn en ţađ vekur mig til umhugsunar um hvort eitthvađ sé í íslenska kranavatninu sem rugli bođefni í heilum landsmanna. 

Víst er ađ íslenska ţjóđin uppskar eins og hún sáđi og nú ţýđir ekkert annađ en bretta upp ermar og ţjóđarsátta til hćgri og vinstri. Ţjóđarsátt um allar virkjanirnar sem á ađ reisa og öll fallvötnin sem á ađ temja er fyrst á dagskrá. Ţjóđarsátt ţarf um einkavćđingu ţeirra horrimarfyrirtćkja sem ennţá eru í eigu ríkisins og ţjóđarsátt um kosningaloforđavíxilinn uppá nokkur hundruđ milljarđa sem gefinn var út fyrir kosningar er á forgangslista. Ţađ ţarf ađ nást sátt um ţjóđarauđlindina ţ.e. hversu langt megi ganga í ađ svindla á kvótakerfinu. Best ađ láta LÍÚ og sjávarútvegsráđherrann um ţá hugmyndavinnu, ţeir eru hagvanir. Ef illa gengur ađ ná lendingu má fá Kristján Júl og Ţorstein Baldvins til ađ lemja sáttina saman. 

Ná ţarf sátt um gamlingjavandann ţ.e. hversu langt megi ganga á rétt ţeirra án ţess ađ ţađ fari yfir velsćmismörk og ţađ sama á ađ sjálfsögđu viđ um alla minnihlutahópa sem ţvćlast fyrir í ţjóđfélaginu og gera ekkert annađ en vera međ leiđindi og heimta aukin útgjöld. Ná ţarf sátt um sölu lands til fárra útvaldra, sú sátt gćti miđast viđ hversu mikil ítök jarđarkaupendur yrđu ađ hafa í fjármálastofnunum. Svo legg ég til útgáfu á 2012 međ Ómari og Jóni Sig. Klárlega hittari og myndi greiđa götu sátta um allt milli himins og jarđar. 

Nú ţarf ég ađ fara ađ hugsa um eitthvađ annađ en pólitík ţví framundan er alţjóđleg tónlistarhátíđ á Akureyri. Ég veit ekki hvort ţiđ sáuđ heimildamyndina um argentísku tangóhljómsveitina í sjónvarpinu í gćrkvöldi en ţessi ótrúlega hljómsveit verđur eitt af ađalnúmerum hátíđarinnar. Ef ţiđ sáuđ ekki ţáttinn ţá verđur hann endursýndur nćsta sunnudagsmorgun, missiđ ekki af honum fyrir nokkurn mun. Svo í framhaldinu gćtuđ ţiđ brugđiđ undir ykkur betri fćtinum helgina 31 maí - 3 júní og komiđ norđur á hátíđ. Fyrir forvitna lćt ég link heimasíđu hátíđarinnar fylgja međ  www.aimfestival.is


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband