23.9.2007 | 14:48
Fíkniefnalaust Ísland árið ...
Það eru ekki mörg ár síðan stjórnmálamenn boðuðu að landið yrði gert fíkniefnalaust og það innan nokkurra ára. Falleg hugsun en nokkuð úr samhengi við þann raunveruleika sem við búum við. Meðan markaður er til staðar fyrir vímuefni, verða þau í boði svo einfalt er það. Vímuefnamarkaðurinn skiftist í tvennt, þann löglega og þann ólöglega. Í báðum tilfellum er verið að selja dób og með því kveikja fíkn sem fólk höndlar misvel. Varðandi ólöglegu efnin þá trúi ég að Þegar einn er tekinn með nokkur kíló sé trúlega einhver annar að undirbúa innflutning á svipuðu magni og gert var upptækt. Hagnaðurinn freistar og markaðurinn bíður í ofvæni eftir efnunum. Löglegu fíkniefnin sem reyndar eru að kála fólki hægri vinstri og valda upplausn og rugli eru dáltíið stikkfrí þar sem það er samkvæmt lögum leyfilegt að neyta þeirra með litlum takmörkunum. Gegn hinum margumtalaða vímuefnavanda er trúlega sterkasta vopnið, að gera efnin og áhrif þeirra sem minnst aðlaðandi.
21.9.2007 | 16:16
Ravel og salernisóperan
Í gær góndi ég á Kastljós. Í lok þáttarins var boðið uppá tónlist að venju. Í þetta sinn fengum við að hlusta á franskan píanóleikara sem flutti verk eftir Ravel. Magnað verk í frábærum flutningi eins fremsta Ravelssérfræðings í heimi. Áður en verkið var á enda runnið byrjuðu djöfls. titlarnir að rúlla yfir skjáinn og ekki nóg með það, sérfræðingurinn sem var að leika Ravel með þessum líka snilldarbrag fékk ekki að klára verkið. Það var skorið af tónverkinu til að troða inn klósettlyktarauglýsingu. Trúlega er þetta einn agalegasti stemmingskiller sem ég hef upplifað fyrr eða síðar. Hafi ég nokkurntíma verið nær því að henda sjónvarpinu mínu útum gluggann, já eða drífa mig suður til að hitta einhverja í Efstaleitinu, þá var það í gær. Kastjós er fínn þáttur og virðingavert að bjóða uppá lifandi tónlistarflutning í lok þáttarins, en það er algerlega óásættanlegt og í raun fullkomið virðingaleysi við þá listamenn sem koma fram í þættinum og þá ekki síður þá sem horfa og hlusta, að eyðileggja stemminguna með þessum hætti. Í guðanna bænum Rúvarar, takið á þessu og látið af þessum ósið.
Hvað klósetthreinsilyktarauglýsingarnar snertir þá eru þær eiginlega kapítuli útaf fyrir sig. Uppá síðkastið hefur þeim verið troðið fyrir fram og aftan og inní fréttatíma, fyrir framan Kastljós, inní Kastljós og eftir Kastljós, trúlega til að auka matarlyst landans. Ekki er nóg að það sé verið að augýsa skítalyktareyði frá einu fyrirtæki heldur eru þau tvö sem berjast um auglýsingaplássið. Ég hvet fólk til að kaupa alls ekki þessar vörur. Þannig mætti hugsanlega koma í veg fyrir að þessum andskotans ófögnuði sé hent framan í okkur í tíma og ótíma. En hvað er ég að röfla... það er takki á fjarstýringunni sem stendur á off, asninn ég.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
19.9.2007 | 01:54
Dagbók Jóakims frænda
Kæra dagbók - mikið er ég eitthvað ánægður með lífið þessa stundina. Var að koma úr Caymanhvelfingunni að telja viðbótina sem ég fékk fyrir nokkur bréf. Nú sit ég einn með sjálfstraustið mitt ógnarsterka og fæ mér einn Glennfiddic á ís og sveran Kubana úr kælinum og nýt lífsins meðan öreiginn hann frændi minn skríður um í eymd og volæði á skítaskerinu sem við köllum fósturland eða eitthvað rugl. Ég hef nú ekki ennþá þorað að segja honum allan sannleikann um Rússlandsferðina sem ég lofaði að koma með honum í í sumar. Vissulega mætti ég á svæðið en það var bara af því að ég var blindfullur og til í allt. Var að koma úr afmælisveislu frá Kúbu þegar hann hringdi og minnti mig á Rússkí. Þegar rann af mér uppí Murmansk og ég sá skeggjaðan hermann með brjóst, ekki einn heldur marga, var mér ljóst að ég yrði að hypja mig hið snarast ef ég ætti ekki að enda í kommúnistahimnaríki að humpa með skeggjuðum hermönnum með brjóst. Svo illa var ég staddur andlega eftir þessa stuttu dvöl mína að ég varð að fara umsvifalaust í böð og stólpípur í Pladz. Lét sjúga mig aðeins á miðjunni og taka bauga í leiðinni. Öreiginn lét eins og ég hefði misst af einhverju þarna niðri á freðmýrinni, hringdi dag og nótt til að segja mér veiðisögur og meilaði á mig myndir af veiðihúsunum og börunum . En þetta er nú ekki allt. Skömmu síðar þegar ég náði þeim merka áfanga að verða hálfhundraðáragamall þá ákvað bankinn minn sem ég á að hluta til, að bjóða mér í lax til Íslands. Að sjálfsögðu var boðið í dýrustu laxveiðiána í heila viku. Auðvitað gat ég ekki sagt nei en bað sérstaklega um að ættarskömmin yrði fenginn til að koma með einhverja gutlara með sér og syngja fyrir frænda. En veistu hvað? þegar þeir báru upp erindið setti hann svo mikið upp að það fór alveg með þessa góðhjörtuðu menn. Þegar ég hringdi svo í hann alveg snarvitlaus, þá hló hann svo mikið að ég var farinn að sjá fyrir mér útför sem ég hefði þurft að mæta í eftir afmælið. Trúir þú þessum andskota sem á að heita skyldur mér. Hlær uppí opið geðið á mér og býðst til að útvega Geirmund, Bo eða Bubba fyrir slikk. Þetta á eftir að koma í bakið á raularanum get ég lofað þér. En þvílík veisla - ég var sóttur á Cayman af einkaþotu og um borð var þjónn sem fylgdi mér reyndar eins og skugginn alla vikuna. Helvíti flott að fá kampavín og kavíar við hylinn. Í veiðihúsinu voru nokkrir kokkar sem flogið var að sunnan og þjónalið að stjana við mannskapinn. Og hverjir heldur þú að hafi mætt til að gleðja mig, nema þeir Bo og Bubbi, svona líka ægilega flottir með gítarara og sungu í marga, marga klukkutíma í sérstöku tjaldi sem komið var upp við aðalhylinn í ánni. Veistu hvað ég gerði í ótugtarskapnum - ha;? ég hringdi í kommúnistann þegar Bubbinn söng Stálið og Hnífinn og Bo spilaði á munnhörpu undir og leyfði honum að heyra. Núna veit ég að ég gerði vitleysu með þessu því sú arga ótugt sem getur bara ekki verið skyldur mér, hafði reiknað mig út og tók allt saman upp á disk, líka röflið í mér. Svo hótaði hann að spila þetta í útvarpsþætti sem hann ætti aðgang að ef ég stæði ekki við framlögin sem ég lofaði fötluðum í góðgerðaræði hérna um árið. Það var ekki tekið með í reikninginn að ég hafði þá nýverið selt allt mitt hlutafé í Tryggingu ehf og Bátskel ehf en tapaði því jafnharðan í DeCode, en þá flutti ég í skjólið á Cayman. Ég veit ekki hvernig ég get nálgast þennan vonlausa frænda minn sem hlær að öllu sem ég legg til, gerir endalaust grína að öllu sem ég geri og er boðberi slæmra tíðinda fyrir okkur fjármálasnillinga. Hann reyndar tifar á því í tíma og ótíma að ég sé uppáhaldsfrændinn hans, en það er ekki eins og hann sýni það í verki. Hann sendir mér reglubundið póst og segir mér frá öllu sem miður fer í fjármálaheiminum á Íslandi og mærir sérstaklega alla þá sem vilja koma í veg fyrir framsókn okkar auðmanna. Núna síðast sendi hann mér link á fréttina um lyfjadrengnum þarna Vessmann eitthvað, strípustráknum á Harleynum, sem af góðseminni einni lagði einn og hálfan milljarð í einkarekinn háskóla í Reykjavík. Hvað er að slíku. Hvað er að því að eiga skóla, jarðir, fyrirtæki, landið allt, ef það hjálpar lýðnum í eymdinni. Það er alveg stórkostlegt þegar menn finna það upp hjá sér að henda nokkrum krónum í mál eins og hann Vessmann er að gera. Öreiginn benti mér reyndar á að það væri heldur stuttur listinn yfir fögin sem væru kennd í skólanum,viðskiptafræði, hagfræði og lögfræði en halló, ekki fer nú einkarekinn menntastofnun að kenna einhverjar grasafræðir.
Ég verð að segja þér eitt að lokum, toppsíkrít. Ég er að hugsa um að kaupa Vestmannaeyjar af honum þarna þyrlukallinnum í Tojóta. Ég luma nefnilega á bráðskemmtilegri viðskiptahugmynd sem myndi gera okkur auðmennina ofurglaða. Í stað þess að búa til göng eða byggja brú til Eyja eins og Árni J. vill gera, þá vil ég flytja Eyjarnar til Reykjavíkur með lunda og öllu. Þetta er alveg hægt, kosta mikið en ágóðinn yrði ægilegur. Ég yrði að byggja sérstakan hvelfingu á Cayman undir gróðann. Hugsaðu þér, Heimaey á Sundunum. Stál og hnífur er ra ra ra..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.9.2007 | 01:33
Dagbók Joakims von Uberfart
Kæra dagbók. Í dag ætla ég að taka í rassgatið á honum frænda mínum á Íslandi.
Kæri frændi. Þú eins og aðrir Íslendingar, gengur ekki alveg á öllum. Hvernig þið djöflist á okkur ríka fólkinu fyrir það eitt að græða krónu hér og krónu þar er alveg óskiljanlegt. Ég segi að þetta sé öfund og ekkert annað, þið eruð glóandi í framan af öfund yfir því hve vel okkur vegnar. Sjáðu mig til dæmis. Ég er svo ríkur að ég hef ekki hugmynd um það, kannski ekki alveg eins ríkur og Abromovís olíukrani og ekki alveg eins ríkur og Thors hvað hann nú heitir aftur og kannske ekki alveg eins og þarna Kaupþings maðurinn sem er að byggja vínkjallara uppí við Glanna. Ég heyrði að hann hafi byggt húsið útyfir fossinn þannig að hægt sé að drekka rauðvín og dorga fram af svölum í leiðinni. Það er þetta sem er að fara svon agalega oní ykkur, beinaber öfund, yfir því að einhverjir hafi efni á að byggja sér nokkur hundruð fermetra rauðvínsgeymslu, kaupa snekkju, flugvél og annað nauðsynlegt. En fyrir þín eyru aðeins, kaupþingarinn verslaði jörðina af mér, þú veist að ég á margar jarðir á Íslandi, rosalega margar jarðir. Nú vissir þú það ekki? jæja núna veistu það. Ég er búinn að kaupa yfir hundrað jarðir út um allt Ísland. Bráðum á ég allt landið og hvar ætlar þú þá að veiða andskotinn þinn. Já ég segi það bara aftur og stend við það. Hvernig í heitasta helvítinu væri umhorfs á Íslandi ef Dabbi Seðill Seðill oh vabb vabb vabb og Friedmankórinn hefu ekki náð að frelsa þjóðina undan sósíalistaofstækinu og þá hann Dóri, guð ég ætla að láta byggja styttu af Dóra fyrir utan svefnherbergisgluggan á Cayman, læt hann halda á þorski í annarri og Búnaðarblaðinu í hinni. Hugsaður þér ef þessir framsýnu menn hefðu ekki gert allt þetta fyrir okkur. Það er svo agaleg tilhugsun að ég þarf að gera stutta kúnstpásu - ok ra ra ra ra, hvar vorum við já já, sumir eru fátækir og verða það alltaf, aðrir eins og ég erum ríkir, ofsalega ríkir og þurfum stöðugt að vera á verði svo einhverjir illa hugsandi einstaklingar komi ekki og steli öllu frá okkur. Það hefur oft gerst í mannkynsögunni. Mannstu t.d. hann Maó, ljóta Maó, já eða helvtítis bolsana sem drápu keisarann sem var svo góður og ríkur að orð fór af. Ég veit að það eru nokkrir heima sem vilja taka þetta allta saman af okkur,skölóttir kommúnistar og fleiri hávaðaseggir. Það er þessvegna sem ég er ég ekkert að koma of mikið heim, nema þessar tvær vikur í lax, það er þessvegna sem ég hef flutt allan peninginn minn til Cayman.
Kæra dagbók, ég verð einhvernveginn að snúa honum frænda mínum til betri vegar, annars fer þetta að verða vandræðalegt fyrir ættina. Hvað get ég gert? ég er búinn að bjóða honum bréf fyrir lítið, góða stöðu í The Joakims , en helvítið býður mér á móti að ég afhenda honum öll auðævi mín, hann muni sjá um að koma þeim til eigenda sinna. Hvað fór eiginlega úrskeiðis með drenginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.9.2007 | 19:53
Nú fer ég bráðum að safna liði
Ég var að ræða við hann Adam vin minn sem er flúinn land, nei fyrirgefiði fluttur burt af skerinu tímabundið. Hann fór til Kanada með frú og börnum, fékk sér ársleyfi frá störfum og er strax byrjaður að fjarstríða mér. Í dag hringdi hann í mig úr tölvusímkerfi sem kostar næstum ekkert að hafa aðgang að, eða 10 evrur fyrir árið. Með því getur maður hringt út um allan heim laus við reikninga sem ætti að merkja með tveimur rauðum höndum eða öllu frekar með orðunum Símreikingar geta valdið ótímabæru andláti eða varanlegri geðveiki Svo sagði Adam mér að það væri 30 stiga hiti í Kanada og meðan hann lýsti dásemdunum skaust uppá framheilabreiðtjaldið mynd af Sigga stormi boðandi kulda og snjó í fokking september. Ekki lét vinur minn við svo búið sitja heldur fór að nefna verðlag í Kanada. Byrjaði á svínasteikum og síðan nautamörbráð. Reiknigsheilinn minn fékk út að fyrir andvirði þess sem hann borgaði fyrir kræsingarnar oní fjölda manns, gæti ég hugsanlega keypt mér tvær mjólkurfernur. Seinna um daginn eftir símtalið við Adam vin minn fór ég í hjálpræðisbúð þeirra Bónusmanna þ.e. þá fínu sem er aðeins dýrari en lágvöruhjálpræðið með svíninu, keypti mér ofurlítið í körfu og borgaði fyrir það 5600 kall. Fyrir þá upphæð sýnist mér í fljótu bragði að ég gæti framfleytt mér, fjölskyldunni og fólkinu í næsta húsi í nokkra daga þ.e. ef ég drifi mig til Kanada. Hjá mér vaknar sú spurning, hversu lengi við Íslendingar ætlumað taka við blautum tuskunum sem slengt er framan í okkur nokkuð reglulega eða hvort við ætlum að gera eins og Frakkar þegar þeim ofbýður verðlag, laun og fleira sem gott er að hafa í lagi, og segja hingað og ekki lengra. Getur verið að þrælslundin sé svo gróin inní genin okkar , að við beygjum okkur ómeðvitað í hnjánum og bjóðum botninn ef valta á yfir okkur. Hvar er allt góðærið, sem verið er að auglýsa svo grimmt. Skyldi hamingjusamasta þjóð í heimi vera svona hamingjusöm vegna þess að megnið af öllu því sem hún telur sig eiga er í eigu fjármálastofnana í fjandans nafni. Það er svo auðvelt að ná í fé í dag að ef þú ert fær um að stama upp nafninu þínu, þá færðu lán, hvað þá ef þú getur skrifað það. Huggulegir strákar í jakkafötum, allir eins, sitja í stórverslunum og falbjóða hamingjuna og framlegðarhópurinn stækkar og stækkar og minnir óhuggulega á klóna í framtíðarhrollvekju.
Nú fer ég að safna liði og gera léttvopnaða byltingu, er einhver memm.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
5.9.2007 | 13:03
Bréf frá Jóakim von Hommosappiens
Cannes France 2009
Kæri frændi. Oft hefur kjamminn hrapað í gólfið en aldrei meir en nú, ættarillgresið þitt. Ég meira að segja missti sniglana sem ég var að éta út um allt lyklaborð og sletti kampavíninu á nýja kjólinn hennar Dasy sem ég fékk lánaðan í smástund. Þú veist hvað ég á það til að vera þunglyndur yfir óréttlæti heimsins, sérstaklega þegar verið er að abbast útí okkur velefnafólkið, sem er æði oft. Á slíkum stundum lauma ég mér inná þessar bloggbullsíður í leit af einhverju uppbyggilegu fréttaefni, eins og samruna fyrirtækja eða vinalegum yfirtökum, eitthverju sem gæti lyft honum Kimma frænda uppfyrir viskíglasbarminn. En, neei, ekki aldeilist! Nú er þar allt útbíað í spurningum um hvort hommar og lessur megi giftast og hvort einhverjir Jésúskallar í kjól megi segja já og amen þannig að sé hægt að fara heim og hommast í Jesúnafni amen. Hver sjálfur andskotinn stýrir þessari vitleysu eiginlega? Alveg örugglega ekki Krissi kaldi frá Nánasareti. Hvaða heilvita manni dettur í hug að Krissi, sem gekk ef ég man rétt í kjól og fór í lagningu til Maju M, hefði farið að setja útá það þó menn hommuðust obbolítið? Allt gengur þetta nú útá það sama, að hafa það gott og gaman, saman og það boðaði Krissi staðfastlega út um alla Afríku. Reyndar djöflaðist Krissi kaldi á kaupsýslumönnum sem ég tel að hafi verið afar vafasamt framferði. Hugsaðu þér, ef hann hefði í stað þess að rífa endalausan kjaft við þá sem réðu og áttu pening, keypt sér rómversk hlutabréf og lagst í kaupsýslu. Þá væri staðan önnur og betri í dag. Í stað forljótra steinkirkja væru glansandi kauphallir fullar af hamingjusömu og trúræknu fólki sem kæmu þar á hverjum degi eða væru í það minnsta í tölvusambandi á hverjum degi. Vá - nú er ég djúpur frændi og verð að segja bless.
Hm; hvað gæti þetta annars heitið - Rómversk kaþólska fjármálakirkjan eða Evanelíska hlutabréfakirkjan eða, já vá, svo mætti syngja Seðil seðil sibb vabb vabb vabb við altarisgöngur ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.8.2007 | 10:56
Han frelser
Fyndið hvað við maurarnir sem byggjum þetta aggapínuponsulitla sandkorn sem þeytist um alheiminn á alltof miklum hraða fyrir okkar eigið ágæti, erum bilaðir. Hvert sem litið er, hvar sem borið er niður, erum við litlu krílin að undirbúa eitthvað sem felur í sér óhamingju fyrir næsta maur. Nýjustu fréttir af broskallinum sem stjórnar málum í USA er að undirbúningur fyrir næsta byssubardaga sé í fullum gangi. Hvað gerði guð vitlaust þegar hann hrærði steypuna í kallinn og gengið hans, spyr ég bara. Reyndar segist Búss vera í beinu sambandi við almættið ásamt flestum þeim sem honum fylgja að málum. Það má ekki gleyma því að það var nú einu sinni eitt af frummarkmiðum hugsuðanna hans Búss að gera Íslamista í Írak að Jésusbörnum þegar búið væri að sópa göturnar í Bagdad. Eftir mikið stríð í áraraðir eru Bússarar sannfærðir um að allt blóðbaðið hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir lýðræðið í hinu nýja Írak. Þeir trúa því statt og stöðugt að ástandið sé betra en það var fyrir nokkrum árum. Til að fá úr því endanlega skorið þá ætti að bjóða liðinu í huggulegt tveggja vikna lýðræðisfrí til Írak og fáum þau svo í viðtal hjá þeim á 60 min þegar heim væri komið. Þau gætu skoðað sig um í miðbæ Bagdad, skroppið í búðir,fengið sér Big Mac eða KC og sleikt sólina. Hitt fólk á förnum vegi, spjallað um Jesús og dreift bæklingum um hina nýju trú.
Það hlýtur að vera skýlaus krafa alþjóðasamfélagsins héðan í frá að allir sem vilji stjórna þjóðlandi, fari í stíft gáfnapróf og séu síðan ef þeir nái yfir meðallag, sálgreindir af færustu sérfræðingum og alls ekki settir í embætti ef þeir haldi því fram að guð hafi skapað heiminn á sléttri viku.
24.8.2007 | 16:10
Bréf frá Kimma
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.8.2007 | 14:07
VÁÁÁÁÁÁ
Ég las í blaði allra landsmanna að Bubbi Mort stórveiðimaður og kollegi minn hafi veitt "30" punda lax í fyrstu veiðferðinni sinni í Laxá í Aðaldal. Æðislegt - svoleiðis fiskar hafa ekki veiðst í tugi ára í Laxá og varla nema svona rétt sést, þannig að VÁÁÁ. Ég hinsvegar er ennþá klórandi mér í hausnum yfir háttalagi stórlaxins sem samkvæmt talsmanni Bubba hafði farið niður fossinn á Núpafossbreiðu, fengið heimþrá og klöngrast aftur upp fossinn, dröslandi slýdræsu með sér. Hinsvegar eiga þeir það til að haga sér einkennilega stórlaxarnir sem við veiðimenn setjum í og missum, það þekki ég vel.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.8.2007 | 22:50
Menningarnæturstíll
Þegar ég geng á milli RÚV merktra trukkanna sé ég hvar hann stendur til hliðar við stigann sem liggur uppá sviðið og reykir sígarettu, næstur á svið. Ég geng til hans og heilsa. Góðlátlegt rúnum rist andlitið brosir við mér, hann segist vera góður. Þegar mér hlotnaðist sá heiður fyrir mörgum árum að fá að vinna með Magnúsi Þór kynntist ég einstökum gæðadreng, snillingi orða og tóna. Þegar ég horfi á hann fara á svið með hljómsveitinni sinni og heyri þjóðina heilsa honum með viðeigandi hætti og þeirri virðingu sem honum ber, veit ég að þetta verður gott kvöld.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)