Fćrsluflokkur: Menning og listir

Nusrat Fateh Ali Khan á tónleikum


FRIĐUR Á JÖRĐ

Ég sé ađ Jóakim hefur stolist inná bloggiđ mitt eina ferđina enn og ruglar útí eitt ađ venju. Hinsvegar erfi ég ţađ ekki viđ kallinn, hef samúđ međ honum, einmana sál sem á fáa vini. Mér rennur blóđiđ til skyldunnar ađ vera góđur viđ Kimma sem er ágćtur inn viđ beiniđ ţrátt fyrir auraapaveikina sem hrellir hann dag og nótt. 

Í gćrmorgun horfđi ég og hlustađi á sögulega tónleika Fílharmoníusveitar New Yorkborgar undir stjórn Lorin Maazel, sem haldnir vour í East Pyongyang Grand Theater í Norđur Kóreu. Ég sat fastur fyrir framan skjáinn alla tónleikana og átti á köflum erfitt međ mig. Ţarna fékk ég á silfurfati, ţjóđsöngva ţjóđanna, ţátt úr Lohengrin eftir Wagner, hina stórkostlegu Nýja heims symfóníu Dvoraks, Ameríkumann í París eftir Gershwin, upphaf Candide eftir Leonard Bernstein og sérstaka útgáfu af einu ţekktasta ţjólagi Norđur - Kóreu,  „Ariang“   Tónleikarnir voru í hćsta klassa og  tengslin milli hljómsveitar og áhorfenda tilfinningaţrungin. Ţetta er í fyrsta sinn sem Norđur - Kórea opnar hliđ sín fyrir viđburđi sem ţessum og eina ferđina enn sannast ţađ fyrir heimsbyggđinni ađ tónlist er landamćralaus. Ţarna fylgdist ég međ 2500 prúđbúnum Kóreumönnum ásamt gestum frá USA, hljómsveit skipađa fólki međ bandarískt ríkisfang, ađ uppruna jafn litskrúđugu og blómin í haganum, ađ njóta tónlistar. Bush og Kim voru víđs fjarri góđu gamni en hefđu báđir haft gott af ţví ađ sitja hliđ viđ hliđ á fremsta bekk og upplifa tilfinnigaflóđiđ sem umlukti allt og alla. Tónlist er hafin yfir stríđsbrölt, milliríkjadeilur og annađ argaţras sem alltof oft einkennir bullukollana sem stjórna ríkjum heims. Tónleikarnir í Grand Theater í Pyongyang stađfestu ţađ.

Einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum til fjölda ára pakistaninn Nusrat Fateh Ali Khan braut öll landamćri međ ótrúlegri snilli sinni og dásamlegum bođskap. Hann bođađi ađalinntak Sufisma sem er eining og brćđralag og var elskađur og dáđur hvar sem hann fór.  Ég mun á nćstunni stikla á stóru um feril ţessa magnađa söngvara og tónskálds og kynna hann fyrir ykkur í tónum og myndum.

 

 

.


Rufus Wainwright međ tónleika á Íslandi

Rufus Wainwright er án efa einn allra merkilegasti tónlistarmađur sem fram hefur komiđ á liđnum árum.  Magnađur söngvari, lagasmiđur og útsetjari. Ţó ungur sé liggja eftir hann ógrynni frábćrra diska, eins hefur hann veriđ viđriđinn kvikmyndatónlist. Trúlega muna einhverjir eftir frábćrum flutningi hans á Bítlalaginu Across the Universe í kvikmyndinni I´am Sam, eins lék hann og söng í kvikmynd Martin Scorsese The AVIATOR.

 


Smá plögg - Hrund Ósk Árnadóttir á Domo annađ kvöld

Hrund Ósk Árnadóttir kom fram á sjónarsviđiđ fyrir nokkrum árum ţegar hún vann međ eftirminnilegum hćtti söngkeppni framhaldskólanna međ flutningi sínum á The Saga of Jenny eftir Kurt Weil. Eftir menntaskólanám tók viđ nám í Söngskólanum í Reykjavík og tónleikahald á hinum ýmsu jass- og blúshátíđum vítt og breitt um landiđ. 

Ţessi magnađa söngkona heldur tónleika á Domo annađ kvöld og vil ég hvetja alla ţá sem hafa gaman af góđum blús og jass ađ mćta. Ţeir sem koma fram međ henni eru undirritađur á bassa, Agnar Már Magnússon hljómborđsleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari.   Tónleikarnir hefjast klukkan 9.

 

Af Búhssum og Balsebússum

Eftir ađ hafa horft á ţátt um Jesús Búđirnar í sjónvarpinu í gćrkveldi, ţá datt mér í hug ađ henda eftirfarandi kafla úr sögu sem ég er međ í tölvunni í vinnslu  -  ţessar Jesúsbúđir eru austfirskar.

II

Ég fékk snemma áhuga á Guđi, Jesús, dýrđlingum og Maríum. Fyrstu alvarlegu kynni mín af himnafegđunum voru ţegar móđir mín fyrir tilstilli Bergţóru Ásgrímsdóttur, úr hvítasunnusöfnuđi ţorpsins, sendi mig í sunnudagaskóla ţar sem messađ var yfir okkur um himnaríki og helvíti og okkur syndugum krakkaskrílnum gefnar litlar snotrar bíblíumyndir í lok hverrar messu. Mér fundust ţessar myndir alltaf dálítiđ fyndnar, fallegt fólki í hreinum hvítum kyrtlum ađ strá pálmalaufblöđum um sólstafateiknađar götur og torg, skeggsnyrtir hjarđmenn međ langa stafi, ţrifaleg lömb og drifhvítar dúfur pössuđu illa viđ grámygluna og fótrakann í Útsveit. Bergţóra hvítasunnukona var kapítuli út af fyrir sig og átti alla mína athygli. Ţessi hundrađ og ţrátíu kílóa kona hafđi snúist í einu vetfangi til trúar.  - Guđ laust mig auman syndarann á milli eyrnanna og sendi mér elskhugann eina og sanna til ađ verma sálina;  ţrumar hún yfir mér yfir rjúkandi kaffibolla í eldhúsinu heima.  -  Ţegar ég tók viđ honum í sundlauginni um áriđ koma hann til mín í dúfulíki og hreinsađi mig ađ innan sem utan; -  Diddi guđsmađur bróđir hennar sá um niđurdýfinguna og gekk hart fram, ákveđinn í ađ fćra bersyndugri systur sinni nýjan mann. Viđstaddir skírnina sögđu ađ ţađ hefđi ţurft ađ blása lífi í Bergţóru eftir niđurdýfinguna. En dúfan kom og Bergţóra gekk í ţađ heilaga í annađ sinn.     

Bergţóra stingur uppí sig stórum kandísmola,  - minn blessađi frelsari gaf mér lausn frá öllum mínum syndum stórum og smáum. Ég sé ađ mamma á erfitt međ ađ halda aftur af sér ţar sem hún hnođar deig í lummur.  Ţú varst nú varla svo slćm Bergţóra mín ađ ţađ hafi stađiđ í honum Jésús ađ hreinsa ţig;  Bergţóra hrekkur í einni svipan uppá háa séiđ,  - ekki slćm, ekki slćm!!  kandísfreyđandi munnvatniđ frussast í allar áttir -  ég var svo syndug ađ ţađ hefđi orđiđ erfitt fyrir mig ađ fá inngöngu í helvíti; ég var kvalinn dag og nótt af öllum ţeim verstu löstum sem til eru og hugsanir mínar voru rotnari en hákarlsbeitan hjá Stjána á Súđinni.  Bergţóra stendur međ erfiđismunum upp frá borđinu og međ upplyftum höndum er skipt um tóntegund;  - en nú er ég hrein eins og nýfallinn mjöll fyrir elsku Jésús sem lćknar og grćđir, hrein mey fyrir fallega frelsarann minn, halelúja, halelúja, ţökk sé ţér góđi Jesús, minn elskađi unnusti á himnum, halelúja. Mamma djöflast á deiginu eins og hún eigi lífiđ ađ leysa og ég sé ađ hún skemmtir sér.  Heldur ţú ađ Jesús hafi veriđ svartur, svartur eins og Satan!  Ég veit ekki hvađ fékk mig til ađ láta ţetta út úr mér og hefđi ég betur látiđ ţađ eiga sig. Bergţóra horfir á mig um stund, ţađ er eins og hún nái ekki alveg spurningunni. Svo gómar hún mig eldsnöggt međ feitri krumlunni og lyftir mér upp og yfir borđiđ. Hún heldur mér svo nálćgt sér ađ ég sé stíflađar svitaholurnar á ţrútnu andlitinu og eldrauđ, ćđasprungin augun lýsa af ofsa. Fýlan útúr henni ćtlar mig lifandi ađ drepa og mér verđur skyndilega óglatt.  Balsebúb og hans svörtu satansenglar tala í gegnum ţig andskotans auminginn ţinn og hórkrógi. Svo skellir Bergţóra mér niđur ţannig ađ ég enda á hnjánum fyrir framana hana. Hún heldur mér niđri međ annarri krumlunni sem er grafinn í öxlina á mér en međ hinni bendir hún til himins  - Jesús lćknar, hans heilaga orđ ţvćr syndir okkar og ţínar líka Sveinn svarti andskoti,  elsku Jesús ţvođu af honum sálina, settu hann á suđu svo hann endi ekki í vistinn hjá Balsebúb sem vćri reyndar alveg mátulegt á hann, gerđu ţađ fyrir mig ađ hreinsa Svein djöful af syndinni. Og  líka hana Stínu af syndinni sem bjó til Svein andskota. Ef hún Stína hefđi ekki veriđ međ brókarsótt ţá vćri ég ekki hér ađ biđja ţessum litla djöfli griđa. En hún Stína er vinkona mín svo góđi Jesús komdu nú međ ţvottapokann ţinn og ţvođu Svenna ađ framan og aftan, ađ innan og utan í Jesús nafni amen - segđu amen andskotinn ţinn -  Bergţóra slćr mig utan undir.  Mamma stöđvar Bergţóru áđur en ég fć annađ högg  - hingađ og ekki lengra Bergţóra, svona lćtur ţú ekki viđ hann Svein sem hefur alltaf veriđ góđur viđ ţig, hćttu .ţessu eins og skot.  Viđ ţetta inngrip móđur minnar er allt loft úr Bergţóru sem hlammar sé niđur viđ eldhúsborđiđ og snýr sér ađ kaffidrykkju og kandísmolasogi.   

 


Ravel og salernisóperan

Í gćr góndi ég á Kastljós. Í lok ţáttarins var bođiđ uppá tónlist ađ venju.  Í ţetta sinn fengum viđ ađ hlusta á franskan píanóleikara sem flutti verk eftir Ravel. Magnađ verk í frábćrum flutningi eins fremsta Ravelssérfrćđings í heimi. Áđur en verkiđ var á enda runniđ byrjuđu djöfls. titlarnir ađ rúlla yfir skjáinn og ekki nóg međ ţađ, sérfrćđingurinn sem var ađ leika Ravel međ ţessum líka snilldarbrag fékk ekki ađ klára verkiđ.  Ţađ var skoriđ af tónverkinu til ađ trođa inn klósettlyktarauglýsingu. Trúlega er ţetta einn agalegasti stemmingskiller sem ég hef upplifađ fyrr eđa síđar. Hafi ég nokkurntíma veriđ nćr ţví ađ henda sjónvarpinu mínu útum gluggann, já eđa drífa mig suđur til ađ hitta einhverja í Efstaleitinu,  ţá var ţađ í gćr. Kastjós er fínn ţáttur og virđingavert ađ bjóđa uppá lifandi tónlistarflutning í lok ţáttarins, en ţađ er algerlega óásćttanlegt og í raun fullkomiđ virđingaleysi viđ ţá listamenn sem koma fram í ţćttinum og ţá ekki síđur ţá sem horfa og hlusta, ađ eyđileggja stemminguna međ ţessum hćtti. Í guđanna bćnum Rúvarar, takiđ á ţessu og látiđ af ţessum ósiđ.

Hvađ klósetthreinsilyktarauglýsingarnar snertir ţá eru ţćr eiginlega kapítuli útaf fyrir sig. Uppá síđkastiđ hefur ţeim veriđ trođiđ fyrir fram og aftan og inní fréttatíma, fyrir framan Kastljós, inní Kastljós og eftir Kastljós, trúlega til ađ auka matarlyst landans.  Ekki er nóg ađ ţađ sé veriđ ađ augýsa skítalyktareyđi frá einu fyrirtćki heldur eru ţau tvö sem berjast um auglýsingaplássiđ. Ég hvet fólk til ađ kaupa alls ekki ţessar vörur. Ţannig mćtti hugsanlega koma í veg fyrir ađ ţessum andskotans ófögnuđi sé hent framan í okkur í tíma og ótíma. En hvađ er ég ađ röfla...  ţađ er takki á fjarstýringunni sem stendur á off,  asninn ég.


Dagbók Jóakims frćnda

Kćra dagbók - mikiđ er ég eitthvađ ánćgđur međ lífiđ ţessa stundina. Var ađ koma úr Caymanhvelfingunni ađ telja viđbótina sem ég fékk fyrir nokkur bréf. Nú sit ég einn međ sjálfstraustiđ mitt ógnarsterka og fć mér einn Glennfiddic á ís og sveran Kubana úr kćlinum og nýt lífsins međan öreiginn hann frćndi minn skríđur um í eymd og volćđi á skítaskerinu sem viđ köllum fósturland eđa eitthvađ rugl. Ég hef nú ekki ennţá ţorađ ađ segja honum allan sannleikann um Rússlandsferđina sem ég lofađi ađ koma međ honum í í sumar. Vissulega mćtti ég á svćđiđ en ţađ var bara af ţví ađ ég var blindfullur og til í allt. Var ađ koma úr afmćlisveislu frá Kúbu ţegar hann hringdi og minnti mig á Rússkí. Ţegar rann af mér uppí Murmansk og ég sá skeggjađan hermann međ brjóst, ekki einn heldur marga, var mér ljóst ađ ég yrđi ađ hypja mig hiđ snarast ef ég ćtti ekki ađ enda í kommúnistahimnaríki ađ humpa međ skeggjuđum hermönnum međ brjóst. Svo illa var ég staddur andlega eftir ţessa stuttu dvöl mína ađ ég varđ ađ fara umsvifalaust í böđ og stólpípur í Pladz. Lét sjúga mig ađeins á miđjunni og taka bauga í leiđinni. Öreiginn lét eins og ég hefđi misst af einhverju ţarna niđri á fređmýrinni, hringdi dag og nótt til ađ segja mér veiđisögur og meilađi á mig myndir af veiđihúsunum og börunum . En ţetta er nú ekki allt. Skömmu síđar ţegar ég náđi ţeim merka áfanga ađ verđa hálfhundrađáragamall ţá ákvađ bankinn minn sem ég á ađ hluta til, ađ bjóđa mér í lax til Íslands. Ađ sjálfsögđu var bođiđ í dýrustu laxveiđiána í heila viku. Auđvitađ gat ég ekki sagt nei en bađ sérstaklega um ađ ćttarskömmin yrđi fenginn til ađ koma međ einhverja gutlara međ sér og syngja fyrir frćnda. En veistu hvađ? ţegar ţeir báru upp erindiđ setti hann svo mikiđ upp ađ ţađ fór alveg međ ţessa góđhjörtuđu menn. Ţegar ég hringdi svo í hann alveg snarvitlaus, ţá hló hann svo mikiđ ađ ég var farinn ađ sjá fyrir mér útför sem ég hefđi ţurft ađ mćta í eftir afmćliđ. Trúir ţú ţessum andskota sem á ađ heita skyldur mér. Hlćr uppí opiđ geđiđ á mér og býđst til ađ útvega Geirmund, Bo eđa Bubba fyrir slikk. Ţetta á eftir ađ koma í bakiđ á raularanum get ég lofađ ţér. En ţvílík veisla - ég var sóttur á Cayman af einkaţotu og um borđ var ţjónn sem fylgdi mér reyndar eins og skugginn alla vikuna. Helvíti flott ađ fá kampavín og kavíar viđ hylinn. Í veiđihúsinu voru nokkrir kokkar sem flogiđ var ađ sunnan og  ţjónaliđ ađ stjana viđ mannskapinn. Og hverjir heldur ţú ađ hafi mćtt til ađ gleđja mig, nema ţeir Bo og Bubbi, svona líka ćgilega flottir međ gítarara og sungu í marga, marga klukkutíma í sérstöku tjaldi sem komiđ var upp viđ ađalhylinn í ánni. Veistu hvađ ég gerđi í ótugtarskapnum - ha;?   ég hringdi í kommúnistann ţegar Bubbinn söng Stáliđ og Hnífinn og Bo spilađi á munnhörpu undir og leyfđi honum ađ heyra. Núna veit ég ađ ég gerđi vitleysu međ ţessu ţví sú arga ótugt sem getur bara ekki veriđ skyldur mér, hafđi reiknađ mig út og tók allt saman upp á disk, líka röfliđ í mér. Svo hótađi hann ađ spila ţetta í útvarpsţćtti sem hann ćtti ađgang ađ ef ég stćđi ekki viđ framlögin sem ég lofađi fötluđum í góđgerđarćđi hérna um áriđ. Ţađ var ekki tekiđ međ í reikninginn ađ ég hafđi ţá nýveriđ selt allt mitt hlutafé í Tryggingu ehf og Bátskel ehf en tapađi ţví jafnharđan í DeCode, en ţá flutti ég í skjóliđ á Cayman. Ég veit ekki hvernig ég get nálgast ţennan vonlausa frćnda minn sem hlćr ađ öllu sem ég legg til, gerir endalaust grína ađ öllu sem ég geri og er bođberi slćmra tíđinda fyrir okkur fjármálasnillinga. Hann reyndar tifar á ţví í tíma og ótíma ađ ég sé uppáhaldsfrćndinn hans, en ţađ er ekki eins og hann sýni ţađ í verki. Hann sendir mér reglubundiđ póst og segir mér frá öllu sem miđur fer í fjármálaheiminum á Íslandi og mćrir sérstaklega alla ţá sem vilja koma í veg fyrir  framsókn okkar auđmanna. Núna síđast sendi hann mér link á fréttina um  lyfjadrengnum ţarna Vessmann eitthvađ, strípustráknum á Harleynum, sem af góđseminni einni lagđi einn og hálfan milljarđ í einkarekinn háskóla í Reykjavík. Hvađ er ađ slíku. Hvađ er ađ ţví ađ eiga skóla, jarđir, fyrirtćki, landiđ allt, ef ţađ hjálpar lýđnum í eymdinni. Ţađ er alveg stórkostlegt ţegar menn finna ţađ upp hjá sér ađ henda nokkrum krónum í mál eins og hann Vessmann er ađ gera. Öreiginn benti mér reyndar á ađ ţađ vćri heldur stuttur listinn yfir fögin sem vćru kennd í skólanum,viđskiptafrćđi, hagfrćđi og lögfrćđi en halló, ekki fer nú einkarekinn menntastofnun ađ kenna einhverjar grasafrćđir.

Ég verđ ađ segja ţér eitt ađ lokum, toppsíkrít. Ég er ađ hugsa um ađ kaupa Vestmannaeyjar af honum ţarna ţyrlukallinnum í Tojóta. Ég luma nefnilega á bráđskemmtilegri viđskiptahugmynd sem myndi gera okkur auđmennina ofurglađa. Í stađ ţess ađ búa til göng eđa byggja brú til Eyja eins og Árni J. vill gera, ţá vil ég flytja Eyjarnar til Reykjavíkur međ lunda og öllu. Ţetta er alveg hćgt, kosta mikiđ en ágóđinn yrđi ćgilegur. Ég yrđi ađ byggja sérstakan hvelfingu á Cayman undir gróđann. Hugsađu ţér, Heimaey á Sundunum. Stál og hnífur er ra ra ra..

  


Menningarnćturstíll

Ţegar ég geng á milli RÚV merktra trukkanna sé ég hvar hann stendur til hliđar viđ stigann sem liggur uppá sviđiđ og reykir sígarettu, nćstur á sviđ. Ég geng til hans og heilsa. Góđlátlegt rúnum rist andlitiđ brosir viđ mér, hann segist vera góđur. Ţegar mér hlotnađist sá heiđur fyrir mörgum árum ađ fá ađ vinna međ Magnúsi Ţór kynntist ég einstökum gćđadreng, snillingi orđa og tóna. Ţegar ég horfi á hann fara á sviđ međ hljómsveitinni sinni og heyri ţjóđina heilsa honum međ viđeigandi hćtti og ţeirri virđingu sem honum ber, veit ég ađ ţetta verđur gott kvöld.


Fađirvoriđ slapp fyrir horn

100 eitís lög hafa nú litiđ dagsins ljós hjá Senu í 5 diska safnpakka. Ţessi útgáfa er alveg í réttu framhaldi af öđrum katalogútgáfum frá fyrirtćkinu. Sena mjólkar beljuna međan eitthvađ er ađ hafa útúr tutlinu,ţađ heitir bisness á góđri tungu. Ég er einn af ţeim tónlistarmönnum sem hef undanfarin ár prýtt allskonar allrabestu útgáfur frá Senu međ hinum og ţessum nöfnum. Eins og áđur hefur komiđ fram hefur Sena eignast hafsjó af tónlist međ samruna viđ önnur fyrirtćki eđa međ kaupum á útgáfuréttum af öđrum fyrirtćkjum. Ţetta kemur ţannig fram á mínu skinni, ađ ég er alltaf ađ poppa upp á safndiskum fyrirtćkisins. Ekkert er viđ ţví ađ gera ennţá sem komiđ er en ég hugsa ađ ég fari ađ lesa mér til um sćmdarrétt flytjenda eftir ađ hafa lesiđ eitísinnkomu mína hjá Senu. Í mínum huga og ađ ég held flestra sem pćla í tónlist ţá hafa áratugatitlar ákveđna skilgreiningu í tónlistarheiminum og miđast viđ ákveđinn tónlistarstíl en ekki hjá Senusnillingunum.  Ok ađ hafa Ţorparann og Hvers vegna varstu ekki kyrr í safninu, en ţegar ég sá ađ Ísland er land ţitt og Ţitt fyrsta bros voru međ í pakkanum var mér öllum lokiđ, trúđi varla eigin augum. Trúlega hefđi Fađirvoriđ sem ég söng á jóladisk Brunaliđsins fariđ međ ef ţađ hefđi komiđ út á eitís tímabilinu. Annars er ég kominn í heilan hring ţegar ég skođa ţessar útgáfur útgáfurisans .. og er farinn ađ hafa nett gaman af sýrunni. Ţess ber ađ geta ađ eitís innleggiđ mitt á 100 eitís lögum Senu hefur komiđ út á fjöldanum öllum af safndiskum hjá útgáfunni. 

Súrrealískir tangóspilarar

Ég fór á tónleika međ Frenandez Fierro 12 manna tangóbandi frá Argentínu sem var eitt af ađalnúmerunum okkar á AIM festival www.aimfestival.is  Ég hafđi heyrt í gaurunum áđur, séđ međ ţeim myndbönd frá tónleikum og frábćra heimildamynd um hópinn sem sýnd var á RUV ekki fyrir löngu. En allt ţetta bliknađi viđ hliđ upplifunarinnar í gćr. Ţessi hópur ungra tangópönkara fór alveg međ mig, ţví líkur ógnar kraftur og tilfinningahiti. Međ stórskemmtilegan söngvara í broddi fylkingar, lék ţessi einkennilega útlítandi götustrákahópur, sem hefur markađ spor sín í tónlistarheiminn međ svo afgerandi hćtti, međ tilfinningar mínar og annarra tónleikagesta enda átti ekki ađ sleppa ţeim fyrr en í fulla hnefana. Gerist vart betra.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband